Ósammála

Ég tók þátt í Landsmóthlaupinu í hálfmaraþoni og fannst skipulag vera til fyrirmyndar.  Svo er um fleiri. Keppnisgögnum fylgdi ítarleg leiðarlýsing og fjölmennir, vel sýnilegir brautarverðir beindu mönnum rétta leið.  Fjöldi drykkjarstöðva er alltaf álitamál en í keppnisgögnunum voru einnig tilgreindar allar drykkjastöðvar svo fjöldi þeirra þurfti ekki að koma neinum keppanda á óvart.  Hvað varðar brekkur þá var um að ræða eina stutta brekku í lok hlaupsins sem allir þurftu að hlaupa og þessi brekka þurfti heldur ekki að koma neinum á óvart því hún var hlaupin niður í mót í upphafi hlaups.  Gæti verið að keppandi sem hefur gengið svo nærri sjálfum sér að hún hnígur niður örfáa metra frá marklínu hafi eitthvað ruglast fyrr og villst af leið þrátt fyrir ábendingar brautarvarða?  Það er synd að úrslitin hafi orðið með jafn umdeildum hætti og raun bar vitni en mér heyrist flestir vera á þeirri skoðun að þurfi að bera keppenda yfir marklínu sé það hlaup ekki klárað með löglegum hætti.  Það sem ég held að rugli marga er hversu stutt var eftir.  Það hefði engum dottið í hug að það væri löglegt ef keppandi væri borin síðustu hundrað metra í mark.  Hver síðan úrskurður dómnefndar verður er annað mál og rétt að bíða hans og láta þar með málinu lokið. 


mbl.is Ósátt við skipulag hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Einar Sigurðsson

Höfundur

Sigurður Einar Sigurðsson
Sigurður Einar Sigurðsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ses
  • Ánægð í marki
  • Eftir Brekkuna
  • Skautahallarbrekkan í sunnastrekkingi
  • Lagt á ráðin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband